Ráðhústorgið á Akureyri þökulagt

Ráðhústorgið á Akureyri í dag.
Ráðhústorgið á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

 „Þetta var löngu orðið tímabært, torgið var þakið í gamla daga, en síðan var það gert að steinklessu fyrir 20 árum,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson á Akureyri, sem tók sér stöðu á Ráðhústorginu í dag, en það hafði þá verið þökulagt og var orðið grænt.

„Það er mér afar kærkomið,“ sagði Sigbjörn við mbl.is um þökulagt torgið. „Mér finnst þetta mikil bylting og held að allir gamlir Akureyringar taki undir það.“

Spurður um hvort hann telji þökulagninguna fela í sér skilaboð til bæjaryfirvalda segir Sigbjörn ekki nokkurn vafa á að svo sé.

„Þegar torgið var steinlagt fyrir um 20 árum sagði ég við þáverandi yfirmann skipulagsnefndar bæjarins, sem var Tómas Ingi Olrich, að það myndi auka unglingadrykkju í bænum því að hann yrði svo ljótur að það væri ekki hægt að gera neitt þar nema vera fullur,“ sagði Sigbjörn ennfremur við mbl.is.

Ekki kvaðst hann vita fyrir víst hvernig á því hafi staðið að græni bletturinn á torginu var upprættur á sínum tíma, og það steinlagt í staðinn, en gat sér þess til að þar hefði verið um Austur-Evrópsk áhrif að ræða.

Sigbjörn á Ráðhústorginu þökulögðu.
Sigbjörn á Ráðhústorginu þökulögðu. mbl.is/Þorgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka