Ráðhústorgið á Akureyri þökulagt

Ráðhústorgið á Akureyri í dag.
Ráðhústorgið á Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

 „Þetta var löngu orðið tíma­bært, torgið var þakið í gamla daga, en síðan var það gert að steinklessu fyr­ir 20 árum,“ sagði Sig­björn Gunn­ars­son á Ak­ur­eyri, sem tók sér stöðu á Ráðhús­torg­inu í dag, en það hafði þá verið þöku­lagt og var orðið grænt.

„Það er mér afar kær­komið,“ sagði Sig­björn við mbl.is um þöku­lagt torgið. „Mér finnst þetta mik­il bylt­ing og held að all­ir gaml­ir Ak­ur­eyr­ing­ar taki und­ir það.“

Spurður um hvort hann telji þöku­lagn­ing­una fela í sér skila­boð til bæj­ar­yf­ir­valda seg­ir Sig­björn ekki nokk­urn vafa á að svo sé.

„Þegar torgið var stein­lagt fyr­ir um 20 árum sagði ég við þáver­andi yf­ir­mann skipu­lags­nefnd­ar bæj­ar­ins, sem var Tóm­as Ingi Olrich, að það myndi auka ung­linga­drykkju í bæn­um því að hann yrði svo ljót­ur að það væri ekki hægt að gera neitt þar nema vera full­ur,“ sagði Sig­björn enn­frem­ur við mbl.is.

Ekki kvaðst hann vita fyr­ir víst hvernig á því hafi staðið að græni blett­ur­inn á torg­inu var upp­rætt­ur á sín­um tíma, og það stein­lagt í staðinn, en gat sér þess til að þar hefði verið um Aust­ur-Evr­ópsk áhrif að ræða.

Sigbjörn á Ráðhústorginu þökulögðu.
Sig­björn á Ráðhús­torg­inu þöku­lögðu. mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka