Sjónarhorn beggja verði virt

Tillaga að nýjum Listaháskóla á Frakkastígsreit.
Tillaga að nýjum Listaháskóla á Frakkastígsreit. +Arkitektar

Unnið áfram með verðlauna­til­lög­una að Lista­há­skóla Íslands. Ein­hverj­ar breyt­ing­ar gætu orðið á til­lög­unni. Mik­il­vægt að tryggja að stofn­un­in geti komið sér fyr­ir á reitn­um til framtíðar. Leitað verður leiða til að varðveita götu­mynd­ina sem best.

Samþykkt var á fundi full­trúa Lista­há­skóla Íslands og Sam­son Properties með Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, for­manni skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, að vinna áfram verðlauna­til­lögu +Arkí­tekta um ný­bygg­ingu Lista­há­skóla Íslands á Frakka­stíg.

Hanna Birna sagði að fund­ur­inn með for­svars­mönn­um hefði verið afar góður. Þeir hefðu skýrt sín sjón­ar­mið og hún skýrt sjón­ar­mið borg­ar­inn­ar.

Ein­hverj­ar breyt­ing­ar gætu orðið

Ekki er úti­lokað að ein­hverj­ar breyt­ing­ar komi fram á til­lög­unni og sagði Hanna Birna að það væri öll­um ríkt í huga að mæta þyrfti bæði þörf­um skól­ans og borg­ar­inn­ar sjálfr­ar.

„Það að vinna til­lög­una áfram fel­ur í sér hefðbundna yf­ir­ferð á henni í sam­ráði við skipu­lags­yf­ir­völd. Það verður farið vel yfir mál­in og til dæm­is skoðað hvort það sé eitt­hvað sem menn vilja vinna öðru­vísi,“ seg­ir Hanna Birna.

Hún sagðist full­viss um að lausn fynd­ist í mál­inu svo tryggt væri að þessi mik­il­væga stofn­un gæti reist sér skóla þarna til framtíðar. „Það var já­kvæður tónn í for­svars­mönn­um  og þeim er mikið í mun að þetta sam­starf gangi vel.“

Mik­il­vægt að koma til móts við þarf­ir skól­ans

Rými það sem byggja þarf sam­kvæmt til­lög­unni er tals­vert stærra en það sem lagt var upp með í byrj­un. Er inni í mynd­inna að end­ur­skoða stærð skól­ans? „Við mun­um skoða til­lög­una í heild sinni en það er mik­il­vægt að koma til móts við þarf­ir skól­ans. Og þeir við okk­ur, að sjálf­sögðu. Þetta verður sam­vinna.“

Ef farið verður eft­ir til­lög­unni krefst það að nokk­ur hús verða rif­in. Mun það líka verða end­ur­skoðað? „Mörg þess­ara húsa mega víkja sam­kvæmt ríkj­andi deili­skipu­lagi,“ sagði Hanna Birna. „En við för­um í þessa sam­vinnu með opn­um huga og ger­um þetta fag­lega og af metnaði.“

Til­lag­an verði aðlöguð bet­ur að nú­ver­andi götu­mynd

Vinn­ingstil­lag­an hef­ur meðal ann­ars verið gagn­rýnd fyr­ir það að hún falli ekki vel að nú­ver­andi götu­mynd. Verður út­lit húss­ins end­ur­skoðað? „Eitt af mark­miðum viðræðanna er að sjálf­sögðu það að sjón­ar­horn borg­ar­inn­ar verði virt og því verður það skoðað hvort hægt sé að aðlaga þessa góðu til­lögu bet­ur að götu­mynd Lauga­veg­ar. Höf­und­ar til­lög­unn­ar eru ein­stak­lega fær­ir arki­tekt­ar og ég treysti þeim til þess að vinna vel með okk­ur að þessu máli,” sagði Hanna Birna að end­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka