Skeljungur lækkar verðið aftur

Skelj­ung­ur hef­ur lækkað verð á eldsneyti á ný um tvær krón­ur lítr­ann en verðið hækkaði fyrr í dag um sömu upp­hæð. Seg­ir fé­lagið að veik­ing krón­unn­ar, sem var ástæða hækk­un­ar­inn­ar fyrr í dag, hafi gengið til baka í dag en gengi krón­unn­ar hef­ur hækkað um 2,7% í dag.

Kost­ar bens­ín­lítr­inn því á ný 171,60 krón­ur í sjálfsaf­greiðslu hjá Skelj­ungi og dísi­lol­ía 189,60 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert