Skeljungur lækkar verðið aftur

Skeljungur hefur lækkað verð á eldsneyti á ný um tvær krónur lítrann en verðið hækkaði fyrr í dag um sömu upphæð. Segir félagið að veiking krónunnar, sem var ástæða hækkunarinnar fyrr í dag, hafi gengið til baka í dag en gengi krónunnar hefur hækkað um 2,7% í dag.

Kostar bensínlítrinn því á ný 171,60 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi og dísilolía 189,60 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert