23 sagt upp hjá Kambi

Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsagnir í júlímánuði. Það var Byggingafélagið Kambur sem tilkynnti uppsagnir 23 starfsmanna af 70 sem starfa hjá fyrirtækinu.

Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar er 1.281 maður atvinnulaus á höfuðborgarsvæðinu sem þýðir rúmlega 1% atvinnuleysi. Á landinu öllu eru 2.212 manns án atvinnu.

Um hópuppsagnir gilda ákveðin lög þegar fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á 30 daga tímabili fer yfir ákveðin mörk. Þumalfingursreglan er að lögin gildi ef einum af hverjum tíu er sagt upp. Í slíkum tilvikum er atvinnurekanda skylt að hafa samráð við trúnaðarmann stéttarfélaga eða annan fulltrúa starfsmanna í því augnamiði að ná samkomulagi. Trúnaðarmaður skal fá allar upplýsingar sem máli skipta um uppsagnir og fá skriflegar ástæður fyrir þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert