Álagningarseðlar 2008 verða aðgengilegir á þjónustusíðu ríkisskattstjóra eftir kl. 16 í dag. Seðlar verða bornir út á morgun til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír.
Með örfáum undantekningum verða inneignir lagðar inn á bankareikninga á föstudag eða greiddar út með ávísunum. Sé inneign tilgreind á álagningarseðli, en ekki getið um útborgun hennar, þá veitir innheimtumaðurinn í viðkomandi umdæmi nánari upplýsingar.