Fossinn sem gleymdist

Einar Haraldsson og Lilja Böðvarsdóttir á Urriðafossi í Flóa segja nágranna sinn fossinn hafa orðið frægan nánast eftir andlátið eins og gömlu stórskáldin. Nær enginn hafi séð ástæðu til að heimsækja fossinn fyrr en Landsvirkjun ákvað að virkja hann.

Núna streyma þangað ferðamenn sem aldrei fyrr til að berja fossinn augum.  Þeir reisa margir tjöld við fossinn eða dvelja þar í húsbílum og fellihýsum.

Bændurnir segjast  þreyttir á ágangi ekki síst vegna umgengni en ferðamennirnir hafa  skilið eftir rusl sem þeir láta bændunum eftir að tína upp, meðal annars sælgætisbréf pappírsþurrkur, bjórdósir, klósettpappír, sígarettustubba og dömubindi.

Bændurnir á Urriðafossi eru fylgjandi virkjunarframkvændum og segja þær þjóðfélagslega hagkvæmar og skemmdir litlar. Þau reka kúabúskap á jörðinni en hafa einnig haft talsverðar tekjur af laxi úr ánni sem þau selja í Melabúðina í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert