Góð veiði hefur verið í sumar í Laugardals- og Langadalsá. Í Langadalsá hafa veiðst 146 laxar og í Laugardalsá 254 en það er meira en veiddist allt síðastliðið sumar.
Laxveiðimenn í Ísafjarðardjúpi hafa ekki farið tómhentir heim í sumar en mikið af fiski hefur veiðst í Laugardals- og Langadalsá. Að sögn Kristjáns Steinþórssonar, veiðivarðar Langadalsár, hefur veiði verið með besta móti.
„Það sem af er sumri hafa veiðst 146 laxar og ein
bleikja sem er gríðarleg aukning frá því í fyrra. Tímabilið byrjar
hérna 21. júní og veiddist fyrsti laxinn á fyrstu dögum, en til
samanburðar veiddist fyrsti laxinn í fyrra ekki fyrr en 6. júlí. Við
vorum með hóp hérna um daginn sem var að veiða á þrjár stengur í sex
daga og tók 62 laxa, það sýnir kannski hvað áin hefur gefið vel“, segir
Kristján, „Okkar helsta vandamál núna er að það fer að bera á
vatnsskort ef það fer ekki að rigna fljótlega“.
Í Laugardalsá
kvarta menn svo sannarlega ekki undan veiðileysi en veiðimenn hafa
mokað fisk upp á bakkann það sem af er sumri. „Nú þegar hafa veiðst 254
laxar sem er meira en það sem veitt var á öllu síðasta sumri“, að sögn
Sigurjóns Samúelssonar, veiðivarðar Laugardalsár, en tímabilið endar
20. september. „Þetta er því mikið betra en í fyrra og ég hef ekki
orðið var við neinn veiðimann sem fer ekki ánægður í burtu að lokinni
veiði í ánni