Græða fimm milljónir á dag

Olíufélögin hafa grætt á sveiflum á olíuverði að undanförnu. Þau hafa nýtt tækifærið til mikilla hækkana en ekki lækkað verðið sem skyldi þegar tækifæri vinnst að mati Félags Íslenskra bifreiðaeiganda.

Verð á bensíni og dísiloliíu hefur lækkað um eina og hálfa krónu á bensínlítrann að meðaltali en á sama tíma hefur kostnaður neytenda vegna eldsneytisverðs aukist um þrjár og hálfa krónu. Bensín og dísilolía ætti að vera fimm krónum ódýrara en það er nú að mati Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem telur að Olíufélögin hafi minnst fimm miljónir á dag upp úr krafsinu miðað við að ein milljón lítra seljist á degi hverjum. Hann bendir á að í hönd fari ein mesta ferðahelgi ársins með tilheyrandi eldsneytisnotkun og spyr hvort félögin dragi lappirnar þess vegna.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert