Karlmenn læra um konur

Bók­in Hvernig ger­irðu kon­una þína ham­ingju­sama fór í hvert hús á Skaga­strönd. Höf­und­ur verks­ins, Þorgrím­ur Þrá­ins­son, gaf bók­ina í þakk­læt­is­skyni fyr­ir góða dvöl í bæn­um.

Fram kem­ur á vef Skaga­strand­ar að karl­menn þar á bæi sitji lík­lega við lest­ur og eig­in­kon­ur bíði senni­lega eft­ir því að lestri ljúki.

Betri tíð sé í vænd­um enda nefn­ist bók­in „Hvernig ger­irðu kon­una þína ham­ingju­sama.“

Bók­in er gjöf frá Þorgrími Þrá­ins­syni, rit­höf­undi, sem dvaldi í bæn­um í júní við ritstörf á veg­um Nes-listamiðstöðvar. Svo ánægður var Þorgrím­ur með dvöl sína, að á upp­lestr­ar­kvöldi í lok júní sagðist hann ætla að gefa bæj­ar­bú­um áður­nefnda bók.

Bók­in kom út um síðustu jól og seld­ist í stóru upp­lagi. Stóð Þorgrím­ur við lof­orð sitt og var bók­inni dreift nú í vik­unni.

Þá seg­ir að ef­laust muni ein­hverj­ir grín­ast með bók­ar­gjöf­ina og full­yrði að henni sé ætlað að bæta úr sárri neyð á Skaga­strönd. 

Hvað sem kann að vera satt í því slík­um staðhæf­ing­um þá hljóti hin ham­ingju­sömu sögu­lok að verða þau að all­ir karl­ar verði nú bet­ur að sér og kon­ur njóti. Annað komi vart til greina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert