Nauðsynlegt að byggja á árangri Doha-viðræðnanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Frikki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að þrátt fyrir að viðræður um lækkun tolla á landbúnaðarafurðir og iðnaðarvörur hafi runnið út í sandinn í gær séu margir á því að árangur undanfarinna níu daga sé meiri en undanfarinna sjö ára. „Nú er nauðsyn að byggja á þeim árangri og halda áfram."

„Þjóðir heims áttu gullið tækifæri í Genf í gær til að opna leið að réttlátari heimsviðskiptum til hagsbóta fyrir alþýðu manna bæði í þróunarríkjum og í iðnríkjum. Brýnar aðstæður nú fela í sér að opin heimsviðskipti, ekki síst með landbúnaðarvörur, eru í senn áríðandi mannúðarmál og lykill að því að draga úr áhrifum efnahagskreppu í heiminum. Mikilvægt er að þrátt fyrir allt náðist að margra mati meiri árangur á síðustu níu dögum við samningaborðið en samanlagt á þeim sjö árum sem Doha-viðræðurnar hafa staðið. Nú er nauðsyn að byggja á þeim árangri og halda áfram," segir í yfirlýsingu frá Ingibjörgu Sólrúnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert