Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum

Gísli Tryggavson, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggavson, talsmaður neytenda.

Talsmaður neyt­enda hef­ur boðað til sín á fundi full­trúa olíu­fé­lag­anna fjög­urra, hvers um sig, í byrj­un ág­úst í því skyni að ræða verðmynd­un gagn­vart neyt­end­um á bens­íni og dísi­lol­íu.

Um er að ræða eft­ir­far­andi olíu­fé­lög á neyt­enda­markaði: Atlantsol­ía, N1 ásamt Ego, Olís ásamt ÓB og loks Skelj­ung­ur ásamt Ork­unni.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá tals­manni neyt­enda að boðað sé til fund­ar­ins „í því skyni að fá upp­lýs­ing­ar um verðmynd­un á olíu á neyt­enda­markaði í ljósi umræðu sem lengi hef­ur staðið og fer vax­andi með flökti á gengi og heims­markaðsverði á olíu.“

Fram kem­ur í fund­ar­boði að á þessu stigi sé fyrst og fremst spurt um eft­ir­far­andi:

1.  „Hvernig er verðmynd­un á bens­íni og díselol­íu á neyt­enda­markaði háttað hjá fé­lag­inu (t.d. ef eitt­hvert sér­stakt mód­el er viðhaft)?

2.  „Er sam­kvæmni í því hvort og þá hversu fljótt verði á þess­um vör­um á neyt­enda­markaði er breytt við breyt­ing­ar á gengi og við breyt­ing­ar á heims­markaðsverði - ann­ars veg­ar þegar verð í IKR hækk­ar og hins veg­ar þegar verð í IKR lækk­ar?“

Viðmiðun­ar­tíma­bil sem talsmaður neyt­enda vís­ar til í vænt­an­legri at­hug­un eru fyrstu sjö mánuðir árs­ins 2008.

Fram kem­ur að ekki liggi fyr­ir á þessu stigi hvort ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar frá fund­un­um - og þá hvaða upp­lýs­ing­ar - verði birt­ar op­in­ber­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert