Öllum sagt upp hjá Ræsi

Bifreiðaumboðið Ræsir hefur sagt öllum starfsmönnum sínum upp tæplega 60 að tölu. Geir Þórarinn Zoega, stjórnarformaður Ræsis, segir það gert til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti.

Hjá fyrirtækinu starfa í dag alls 57 starfsmenn sem öllum var tilkynnt í dag að þeim yrði sagt upp störfum nú um mánaðamótin.Það er RÚV sem segir frá þessu.

Hann sagðist ennfremur vona að sem flestir af starfsmönnunum yrðu endurráðnir að skipulagsbreytingunum loknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert