Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að ráðherra þurfi að rökstyðja mál sitt betur hvað varðar lagningu Dettifossvegar sem mun fara um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Segir Bergur samráðsferli vegna Dettifosssvegar vera „meingallað“.
Samgönguyfirvöld hafa varið Dettifossveg meðal annars með því að nefnd hafi fjallað um lagningu hans og í henni hafi setið meðal annarra fulltrúar Náttúruverndar ríkisins. Það hafi verið sameiginleg niðurstaða að leggja veginn vestan Jökulsár.
Búið er bjóða út framkvæmdina vegna lagningar Dettifossvegar. Því liggur fyrir að vegurinn verður lagður vestan megin við Jökulsá og hámarkshraði á veginum verður 90 km.