„Skýrir hvers vegna síðasti meirihluti sprakk"

Ólafur F. Magnússon er í sumarleyfi á Austurlandi.
Ólafur F. Magnússon er í sumarleyfi á Austurlandi. mbl.is/Gunnar Gunnarsson

Það sem nú er að koma fram í dags­ljósið í skipu­lags­mál­um í Reykja­vík, sýn­ir svo ekki verður um villst hvers vegna síðasti borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti sprakk. Þetta er mat borg­ar­stjór­ans á heit­um borg­ar­mál­um, svo sem Lista­há­skóla og Bitru­virkj­un. „Það voru ekki mál­efna­leg­ar for­send­ur til að halda sam­starfi áfram,“ seg­ir Ólaf­ur F. Magnús­son.

Borg­ar­stjóri seg­ir Magnús Skúla­son hafa sama brenn­andi áhuga á vernd­un gam­all­ar götu­mynd­ar í borg­inni og hann sjálf­ur. Því hafi hann óskað eft­ir að Magnús sett­ist í skipu­lags­ráð. „Hann til­heyr­ir stór­um hópi sem stend­ur heils­hug­ar bak við mig í flug­vall­ar­mál­inu. Nú­ver­andi meiri­hluti setti í stefnu­skrá að vernda gamla götu­mynd Lauga­veg­ar­ins og ekki til mála­mynda, eins og oft er með stjórn­arsátt­mála. Þessa stefnu­skrá á að standa við. Ég hef talað fyr­ir vernd­un menn­ing­ar­minja, lengst af einn, en nú hef­ur orðið al­gjör hug­ar­fars­breyt­ing og af­ger­andi meiri­hluti í borg­ar­stjórn skil­ur að borg­ir sem bera gæfu til að vernda menn­ing­ar­sögu sína eru sterk­ari og dafna bet­ur en þær sem gleyma að varðveita sög­una. Ég og Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, formaður skipu­lags­ráðs, erum al­veg sam­stiga og ég sé að fyrr­ver­andi formaður skipu­lags­ráðs, Svandís Svavars­dótt­ir, læt­ur mál­efn­in ráða en ekki tæki­færis­mennsku í póli­tík.“

Sjálf­stæðis­menn með

„Nú er öld­in önn­ur en í R-list­an­um þar sem Fram­sókn hafði af­ger­andi áhrif í skipu­lags­mál­um, ekki síst um stór­karla­leg niðurrifs­áform við Lauga­veg,“ seg­ir borg­ar­stjóri. „Mér sýn­ist Dag­ur B. Eggerts­son, fyrr­ver­andi formaður skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, vera enn við sama heyg­arðshornið og þegar ég barðist einn gegn niðurrifs­stefnu í borg­ar­stjórn. Nú er öld­in önn­ur, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vinn­ur með mér að hús­vernd­ar­stefn­unni sem ég hef lengi bar­ist fyr­ir og VG styður.“

„Ég er þekkt­ur fyr­ir að standa við orð mín. Þar ættu iðnaðarráðherra og aðrir leiðtog­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að taka mig til fyr­ir­mynd­ar. Bitru­virkj­un var sleg­in af því í fyrsta skipti í lang­an tíma er borg­ar­stjóri ein­læg­ur um­hverf­issinni. Ég myndi aldrei segja „Fagra Ísland“ en meina allt annað. Gár­ung­arn­ir í Sam­fylk­ing­unni hafa víxlað stöf­um, þeir hafa meint farga,“ seg­ir borg­ar­stjóri, sem svar við yf­ir­lýs­ing­um Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, sem rit­ar um ein­ræðistil­b­urði borg­ar­stjóra sem geti stjórnað Sjálf­stæðis­flokkn­um með hót­un­um. „Það er ekki minn stíll að hóta, mál­efna­samn­ing­ur­inn er mér kær,“ seg­ir Ólaf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert