Flestir starfsmenn hjá Tækjum, tólum og byggingarvörum sem áður hét Mest fá ekki full laun greidd úr ábyrgðasjóði launa. Fyrirtækið sem hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum tilkynnti í morgun að fólk fengi ekki greidd laun fyrir júlímánuð.
Laun margra eru hærri en hámarksgreiðslu úr ábyrgðasjóði launa. Dæmi eru um það að fólk eigi inni allt að tveggja ára orlof frá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í fréttum RÚV.