„Stórhættulegt að kasta önglum og girni"

Meðfylgjandi er mynd af Tinna þar sem sést í 15 …
Meðfylgjandi er mynd af Tinna þar sem sést í 15 cm. langan skurð á kvið hans eftir aðgerðina í gær. 6 ára "systir" hans heldur á önglinum sem tekinn var úr maga hans. Ómar Örn Jónsson

"Við vilj­um benda veiðimönn­um á að ganga vel um og henda ekki öngl­um eða girni frá sér og ganga vel frá veiðarfær­um eft­ir veiðiferðir," seg­ir Sif Trausta­dótt­ir, dýra­lækn­ir hjá Dýra­læknamiðstöðinni í Grafar­holti, og formaður dýra­lækna­fé­lags­ins. 

Á rúmri viku hafa tveir hund­ar geng­ist und­ir skurðaðgerð á Dýra­læknamiðstöðinni til þess að fjar­lægja öng­ul og girni úr inn­yfl­um þeirra.  Sif seg­ir að svo virðist sem veiðimenn séu ekki að ganga nógu vel um og kasti veiðarfær­um frá sér.    „Þetta er stór­hættu­legt, ekki bara fyr­ir hunda, held­ur önn­ur dýr og lít­il börn," seg­ir Sif og bæt­ir við að það sé meiri­hátt­ar aðgerð að fjar­lægja svona, þar sem bæði magi og þarm­ar hafi verið opnaðir á öðrum hund­anna.

Heim­il­is­hund­ur­inn Tinni varð fyr­ir því óláni að gleypa öng­ul á girni fyr­ir utan veiðihús síðastliðinn föstu­dag.
 
„Því miður sat öng­ul­inn í Tinna ríg­fast­ur í maga hans og gekkst hann því und­ir stóra skurðaðgerð í gær þar sem öng­ull var fjar­lægður úr maga og hnoðri af girni úr þörm­um," seg­ir Ómar Örn Jóns­son, eig­andi Tinna.

Að sögn Sifjar skila aðskota­hlut­ir sér stund­um sjálf­ir en öngl­ar og girni eigi það til að fest­ast.  Fyr­ir viku síðan hafði ann­ar hund­ur étið mak­ríl með öngli, sem var kastað út í runna, og þurfti hann einnig að gang­ast und­ir skurðaðgerð.

Ómar bend­ir á að al­menn­ing­ur eigi að geta treyst því að hunda­eig­end­ur gangi vel um landið og hirði upp eft­ir hunda sína.  Því megi hunda­eig­end­ur gera þá kröfu að stang­veiðimenn gangi vel frá veiðistað og það sé óhætt að taka með sér hunda í veiðiferðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert