Víðáttumikið lægðasvæði verður suður af landinu og verslunarmannahelgina og því verður
austan- og norðaustanátt ríkjandi og útlit fyrir ágætisveður um allt
land, að því er Veðurstofa Íslands segir.
Gert er ráð fyrir norðaustan 5-10 m/s á föstudag og smáskúrum um landið sunnanvert, einkum fyrripart dags, en skýjuðu að mestu norðanlands og sums staðar þokulofti við ströndina.
Á laugardag og fram á mánudag er útlit fyrir fremur hægan vind. Skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en hætt við þokulofti við norðaustur- og austurströndina.
Hlýtt verður í veðri, hiti víða 14 til 22 stig, einna hlýjast vestanlands. Kólnar heldur þegar líður á helgina.
Að næturlagi má búast við þokulofti víða um land og 7 til 11 stiga hita.