Ást á rauðu ljósi á Akureyri

Vingjarnlegustu götuvita landsins er að finna á Akureyri.
Vingjarnlegustu götuvita landsins er að finna á Akureyri. www.akureyri.is

Lokasprettur undirbúnings fyrir verslunarmannahelgina á Akureyri er nú hafinn og bærinn óðum að taka á sig ennþá vingjarnlegri og fegurri svip en hann skartar þó dagsdaglega, eins og fram kemur á fréttavef Akureyrarbæjar.

Götuvitar bæjarins senda bílstjórum hjartalaga bros á rauðu ljósi og grasbletturinn á Ráðhústorgi er iðjagrænn og vinsæll til útiveru í blíðviðrinu.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tilkynnti fyrir tveim dögum að þökurnar, sem lagðar voru á Ráðhústorgið í skjóli nætur, fái að vera þar áfram fram yfir verslunarmannahelgi.  Fólk getur þá setið í grasinu í blíðviðrinu og notið þess sem í boði verður á fjölskylduhátíðinni
 „Ein með öllu og allt undir" sem hefst með formlegri dagskrá á morgun.

Slökkviliðsstjórinn á Akureyri, Þorbjörn Haraldsson, var mættur inn á Ráðhústorg …
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri, Þorbjörn Haraldsson, var mættur inn á Ráðhústorg í morgunsárið til að vökva vinsælasta og umtalaðasta túnblett landsins. www.akureyri.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert