Ást á rauðu ljósi á Akureyri

Vingjarnlegustu götuvita landsins er að finna á Akureyri.
Vingjarnlegustu götuvita landsins er að finna á Akureyri. www.akureyri.is

Loka­sprett­ur und­ir­bún­ings fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina á Ak­ur­eyri er nú haf­inn og bær­inn óðum að taka á sig ennþá vin­gjarn­legri og feg­urri svip en hann skart­ar þó dags­dag­lega, eins og fram kem­ur á frétta­vef Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

Götu­vit­ar bæj­ar­ins senda bíl­stjór­um hjarta­laga bros á rauðu ljósi og grasblett­ur­inn á Ráðhús­torgi er iðjagrænn og vin­sæll til úti­veru í blíðviðrinu.

Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, til­kynnti fyr­ir tveim dög­um að þök­urn­ar, sem lagðar voru á Ráðhús­torgið í skjóli næt­ur, fái að vera þar áfram fram yfir versl­un­ar­manna­helgi.  Fólk get­ur þá setið í gras­inu í blíðviðrinu og notið þess sem í boði verður á fjöl­skyldu­hátíðinni
 „Ein með öllu og allt und­ir" sem hefst með form­legri dag­skrá á morg­un.

Slökkviliðsstjórinn á Akureyri, Þorbjörn Haraldsson, var mættur inn á Ráðhústorg …
Slökkviliðsstjór­inn á Ak­ur­eyri, Þor­björn Har­alds­son, var mætt­ur inn á Ráðhús­torg í morg­uns­árið til að vökva vin­sæl­asta og um­talaðasta tún­blett lands­ins. www.ak­ur­eyri.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka