Bílalánin þungur baggi

Þeir sem fjár­magnað hafa bif­reiðar­kaup sín með er­lend­um mynt­körfulán­um geta átt það á hættu að standa uppi með nokk­ur hundruð þúsund króna skuld verði þeir fyr­ir því að bif­reið þeirra eyðilegg­ist, þótt þeir séu með kaskó­trygg­ingu. Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, seg­ir slík dæmi hafa komið inn á borð sér­fræðinga fé­lags­ins.

Þegar gerðir eru bíla­samn­ing­ar er það sett sem skil­yrði að keypt sé kaskó­trygg­ing. Ef bíll­inn eyðileggst þá fara bæt­ur fyr­ir hann í upp­greiðslu á lán­inu en vegna geng­isþró­un­ar að und­an­förnu eru marg­ir í þeirri stöðu að höfuðstóll láns­ins er hærri en verðmæti bíls­ins.

„Við þekkj­um það að svona lagað get­ur komið mjög illa við venju­leg­ar fjöl­skyld­ur og jafn­vel leitt þær í þrot,“ seg­ir Run­ólf­ur. „Fólk kem­ur líka oft af fjöll­um af því að það eru breyti­leg­ir vext­ir á þess­um lán­um. Auk geng­is­fell­ing­ar hafa vext­irn­ir stór­hækkað,“ bæt­ir hann við. Hann seg­ir þetta ekki bara erfitt fyr­ir þá sem hafa lent í tjóni held­ur einnig þá sem vilja létta hjá sér greiðslu­byrðina. „Þá er nán­ast ómögu­legt að losa sig út úr þess­um samn­ing­um því and­virði bif­reiðar­inn­ar dekk­ar eng­an veg­inn úti­stand­andi skuld­ir.“

Run­ólf­ur seg­ir að lána­fyr­ir­tæk­in hafi að sumu leyti brugðist í því að upp­lýsa lán­tak­end­ur nægi­lega vel um ýmsa áhættu sem fel­ist í því að taka lán í er­lendri mynt þó svo að viss ábyrgð hvíli að sjálf­sögðu alltaf á þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert