Auðmenn úr Reykjavík sækja í auknum mæli eftir þvi að eiga lögheimili þar sem þeir reka frístundabúskap. Þetta færir sveitarstjórnum auknar tekjur.Örn Þórðarson sveitarstjóri í Rangárþingi ytra segir sveitarfélagið hafa borið gæfu til að fá frístundabændur sem hafi áhuga á búskap og það hleypi lífi í sveitina.
Á móti kemur að það heyrir nánast sögunni til að ungt fólk kaupi jarðir til að stunda hefðbundinn búskap. Það gerir hátt jarðarverð og dýr kvóti. Miklar fjárfestingar og dýr erlend lán eru að sliga marga bændur. Þeir eru líklegir til að selja fáist rétt verð.