Ekki sama hver sveppurinn er

mbl.is/Halldór Kolbeins

Bú­ist er við mikið af svepp­um eft­ir rign­ing­ar á næstu vik­um. Sveppatínslu­fólki fer fjölg­andi og sömu­leiðis þeim teg­und­um sem hér vaxa. Til að koma til móts við fræðsluþarf­ir hef­ur Skóg­rækt rík­is­ins gefið út bæk­ling um sveppatínslu en bæk­ur um efnið eru ill­fá­an­leg­ar í búðum.

Svepp­ir eru nú þegar farn­ir að sjást um allt land en þó í litlu magni enn sem komið er. Bestu vaxt­ar­skil­yrði sveppa eru í hlýju og raka, og segj­ast skóg­ar­verðir Skóg­rækt­ar rík­is­ins nú bíða rign­ing­ar­inn­ar svo svepp­irn­ir nái sér vel á strik. Bú­ast má við mikl­um sveppa­vexti eft­ir rign­ing­ar á næstu vik­um og því er gott að fara að huga að sveppatínslu. Þetta má lesa á vef Skóg­rækt­ar rík­is­ins.

Sam­kvæmt vefn­um fer áhugi á sveppatínslu sí­fellt vax­andi, auk þess sem sveppa­teg­und­um hér á landi fjölg­ar og út­breiðsla þeirra eykst.

Í skóg­um víða um land sé nú að finna fjölda sveppa frá miðju sumri og fram á haust.

Skóg­rækt­in seg­ir að við sveppatínslu sé að mörgu að hyggja. Þó það sé bæði skemmti­legt og nyt­sam­legt að tína sveppi til mat­ar, þá sé nauðsyn­legt að læra að þekkja þá sveppi sem ætir eru, mat­svepp­ina.

Einnig þurfi að huga að ýmsu hvað varðar hreins­un og geymslu svepp­anna svo þeir njóti sín sem best við mat­ar­gerð.

Því miður eru hand­bæk­ur um sveppi nú ill­fá­an­leg­ar í bóka­búðum og því hef­ur Skóg­rækt rík­is­ins tekið sam­an stutt­an leiðbein­ing­ar­bæk­ling sem áhuga­fólk um sveppatínslu get­ur stuðst við. Hon­um er hlaðið niður og hann svo hægt að prenta út og taka með sér í sveppa­ferðir.

Vef­ur Skóg­rækt­ar rík­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka