Ertuyglan fyrr á ferðinni

Við Þjófafoss afleggjarann. Yglurnar hafa skriðið úr grassáningum inn í …
Við Þjófafoss afleggjarann. Yglurnar hafa skriðið úr grassáningum inn í lúpínubreiðu og eru að éta upp allt lauf og jafnvel fræ hennar.Hér sést gul lína í jaðri grænnar lúpínubreiðu þar sem yglurnar eru í þúsundatali að gæða sér á lúpínunum. Hekluskógar/Hreinn

Vá­gest­inn ertuyglu er nú víða að finna, meðal ann­ars á Heklu­skóga­svæðinu. Ygl­urn­ar hafa fund­ist í miklu magni víða um Suður­land síðustu ár og þá í ág­úst og sept­em­ber. Erfitt að segja hvort skemmd­ir verði meiri en venju­lega.

Hafa þær þá verið svo seint á ferðinni að flest­ar trjá­teg­und­ir hafa verið bún­ar að mynda brum og hausta sig. Hafa tré því sjaldn­ast bein­lín­is drep­ist af völd­um ygl­unn­ar, held­ur hef­ur þetta hægt á vexti eða valdið kali þegar trén hafa reynt að mynda nýja sprota.

Hún er því óvenju snemma á ferðinni í ár og mög­ul­lega er meira af henni.

Ertuygla = grasmaðkur

Á vef Heklu­skóga er nú um­fjöll­un um ertuygl­una en nafnið er fræðimanna­heiti yfir fiðrildal­irfu nokkra sem áður hef­ur verið kölluð grasmaðkur eða sandmaðkur.

Ertuygla er inn­lend teg­und sem lif­ir aðallega á jurt­um af ertu­blóma­ætt, til dæm­is bauna­grasi og lúpín­um og hef­ur á und­an­förn­um árum magn­ast upp vegna hlýrra ára og mik­ill­ar aukn­ing­ar á lúpínusán­ing­um.

Ertuygl­an er alæta og þegar upp­á­halds­rétt­ur­inn, lúpín­an, er upp­ur­in læt­ur hún sig hafa það að éta all­an trjá­gróður, meira að segja furu og greninál­ar. Hún get­ur því skilið eft­ir sig mikla eyðilegg­ingu.

Þá seg­ir að sem bet­ur fer sé birki á Heklu­skóga­svæðinu orðið ágæt­lega þroskað og við það að mynda brum. Standa von­ir því til að þau lifi það af að missa laufið á næstu vik­um í yglu­maga.

Ygl­urn­ar éta upp birki­laufið

Trjá­rækt­end­ur á Heklu­skóga­svæðinu hafa nú þegar séð orm­inn ét­andi lauf á litl­um birki­trjám og eru lúpínu­breiður víða tekn­ar að gulna vegna áts orms­ins.

Hafa sum­ir úðað trén með skor­dýra­eitri sem ætti að hlífa trján­um fyrst um sinn. Þegar tré / lirf­ur eru úðuð virk­ar eitrið reynd­ar í frem­ur stutt­an tíma og aðeins á þær lirf­ur eða önn­ur skor­dýr sem lenda í beinni snert­ingu við eitrið. Því er lík­legt að úða þurfi plönt­ur oft­ar en einu sinni, jafn­vel oft­ar en tvisvar, svo hægt sé að halda þeim laus­um við maðkaát.

Slík úðun er þó ógern­ing­ur þegar um þúsund­ir trjáa er að ræða.

Á vefn­um seg­ir að eins og staðan sé nú sé erfitt að segja hvort ygl­an verði al­var­legra vanda­mál í sum­ar en und­an­far­in ár. Hún sé fyrr á ferðinni en venju­lega en á móti komi að all­ur gróður sé líka kom­inn lengra í þroska en í venju­legu sumri.

Vef­ur Heklu­skóga.

Ertuyglan er snemma á ferðinni í ár og svo virðist …
Ertuygl­an er snemma á ferðinni í ár og svo virðist sem meira sé af henni. Heklu­skóg­ar/​Hreinn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert