Ertuyglan fyrr á ferðinni

Við Þjófafoss afleggjarann. Yglurnar hafa skriðið úr grassáningum inn í …
Við Þjófafoss afleggjarann. Yglurnar hafa skriðið úr grassáningum inn í lúpínubreiðu og eru að éta upp allt lauf og jafnvel fræ hennar.Hér sést gul lína í jaðri grænnar lúpínubreiðu þar sem yglurnar eru í þúsundatali að gæða sér á lúpínunum. Hekluskógar/Hreinn

Vágestinn ertuyglu er nú víða að finna, meðal annars á Hekluskógasvæðinu. Yglurnar hafa fundist í miklu magni víða um Suðurland síðustu ár og þá í ágúst og september. Erfitt að segja hvort skemmdir verði meiri en venjulega.

Hafa þær þá verið svo seint á ferðinni að flestar trjátegundir hafa verið búnar að mynda brum og hausta sig. Hafa tré því sjaldnast beinlínis drepist af völdum yglunnar, heldur hefur þetta hægt á vexti eða valdið kali þegar trén hafa reynt að mynda nýja sprota.

Hún er því óvenju snemma á ferðinni í ár og mögullega er meira af henni.

Ertuygla = grasmaðkur

Á vef Hekluskóga er nú umfjöllun um ertuygluna en nafnið er fræðimannaheiti yfir fiðrildalirfu nokkra sem áður hefur verið kölluð grasmaðkur eða sandmaðkur.

Ertuygla er innlend tegund sem lifir aðallega á jurtum af ertublómaætt, til dæmis baunagrasi og lúpínum og hefur á undanförnum árum magnast upp vegna hlýrra ára og mikillar aukningar á lúpínusáningum.

Ertuyglan er alæta og þegar uppáhaldsrétturinn, lúpínan, er uppurin lætur hún sig hafa það að éta allan trjágróður, meira að segja furu og greninálar. Hún getur því skilið eftir sig mikla eyðileggingu.

Þá segir að sem betur fer sé birki á Hekluskógasvæðinu orðið ágætlega þroskað og við það að mynda brum. Standa vonir því til að þau lifi það af að missa laufið á næstu vikum í yglumaga.

Yglurnar éta upp birkilaufið

Trjáræktendur á Hekluskógasvæðinu hafa nú þegar séð orminn étandi lauf á litlum birkitrjám og eru lúpínubreiður víða teknar að gulna vegna áts ormsins.

Hafa sumir úðað trén með skordýraeitri sem ætti að hlífa trjánum fyrst um sinn. Þegar tré / lirfur eru úðuð virkar eitrið reyndar í fremur stuttan tíma og aðeins á þær lirfur eða önnur skordýr sem lenda í beinni snertingu við eitrið. Því er líklegt að úða þurfi plöntur oftar en einu sinni, jafnvel oftar en tvisvar, svo hægt sé að halda þeim lausum við maðkaát.

Slík úðun er þó ógerningur þegar um þúsundir trjáa er að ræða.

Á vefnum segir að eins og staðan sé nú sé erfitt að segja hvort yglan verði alvarlegra vandamál í sumar en undanfarin ár. Hún sé fyrr á ferðinni en venjulega en á móti komi að allur gróður sé líka kominn lengra í þroska en í venjulegu sumri.

Vefur Hekluskóga.

Ertuyglan er snemma á ferðinni í ár og svo virðist …
Ertuyglan er snemma á ferðinni í ár og svo virðist sem meira sé af henni. Hekluskógar/Hreinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka