Götum lokað vegna embættistöku

Frá innsetningarathöfninni fyrir fjórum árum.
Frá innsetningarathöfninni fyrir fjórum árum.

Svæði í miðborg Reykja­vík­ur verður lokað fyr­ir um­ferð á morg­un vegna inn­setn­ing­ar í embætti for­seta Íslands. Um er að ræða Kirkju­torg við Skóla­brú, Templ­ara­sund við Von­ar­stræti og Kirkju­stræti við Póst­hús­stræti.

Lög­regl­an vill benda veg­far­end­um góðfús­lega á að finna sér aðrar leiðir. Þeir sem hyggj­ast nýta sér bíla­stæði í miðborg­inni eru sömu­leiðis beðnir að hafa þetta hug­fast svo kom­ast megi hjá óþæg­ind­um.

Um­rætt svæði verður lokað fyr­ir um­ferð frá há­degi og til hálf­sex síðdeg­is.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka