Úrskurður umhverfisráðherra um heildstætt umhverfismat vegna álvers á Bakka kemur nokkuð á óvart, að mati Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Segir hann þetta kunna að hafa vandamál í för með sér.
Landsvirkjun muni þó una úrskurðinum og í framhaldinu þurfi að skoða nánar hvaða þýðingu hann hafi og ræða það við framkvæmdaraðila.
Nánar er rætt við Friðrik um þetta mál í Morgunblaðinu á morgun.