Ók niður brunahana

Lækur myndaðist á Flugvallarbraut í morgun.
Lækur myndaðist á Flugvallarbraut í morgun. vf.is/Hilmar Bragi

Lækur myndaðist á Vallarheiði eftir að bíll lenti á brunahana á Flugvallarbraut í Reykjanesbæ í morgun. Ökumaður virðist hafa misst stjórn á bíl sínum í beygju á veginum með þeim afleiðingum að hann ók niður brunahana og gangbrautarskilti.

Fram kemur á vef Víkurfrétta, að ökumaður var einn í bílnum og hlaut ekki áverka í slysinu. Kalla þurfti út menn frá vatnsveitu til að loka fyrir vatnsrennslið, auk þess sem setja þarf niður nýjan brunahana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka