Undirbúningur skemmra kominn

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Und­ir­bún­ing­ur vegna ál­vers á Bakka var skemmra á veg kom­inn en vegna ál­vers í Helgu­vík, og er það helsta ástæða þess að nú var tek­in ákvörðun um að ál­ver á Bakka fari í heild­stætt um­hverf­is­mat, en slíka ákvörðun var ekki unnt að taka vegna ál­vers­ins í Helgu­vík.

Þetta sagði Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra um ástæður þess að hún ógilti ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar og úr­sk­urðað að heild­stætt mat á um­hverf­isáhrif­um vegna fyr­ir­hugaðs ál­vers á Bakka við Húsa­vík og tengdra fram­kvæmda skuli fara fram.

Ekki var talið að það myndi stand­ast meðal­hófs­reglu að ógilda úr­sk­urð vegna Helgu­vík­ur, en nú var ekki litil svo á að gengið væri gegn þeirri reglu, sagði Þór­unn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka