Kynnisferðir hafa boðist til að standa straum af kostnaði við hönnun, gerð og uppsetningu á viðvörunarskilti í Reynisfjöru. Miklar umræður hafa verið um hver skuli kosta skilti á þessum vinsæla ferðamannastað, en þýsk hjón voru þar hætt komin í síðustu viku.
Þórarinn Þór, sölu- og markaðsstjóri Kynnisferða, segir að fundað verði með sveitarstjórn Mýrdalshrepps og björgunarsveitum um útfærslu skiltisins í ágúst. Líklega muni verða um eitt stórt skilti að ræða, með viðvörunum á nokkrum tungumálum.