Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart

Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa.
Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa. mbl.is/Hafþór

Ákvörðun Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, um að meta skuli um­hverf­isáhrif ál­vers Alcoa við Húsa­vík og tengdra virkj­ana í sam­ein­ingu get­ur seinkað und­ir­bún­ingi fram­kvæmd­anna eitt­hvað, að sögn fram­kvæmd­araðila, sem segja flest­ir að ákvörðunin hafi komið sér mjög á óvart.

Friðrik Soph­us­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, er þar á meðal og Erna Indriðadótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Alcoa, tek­ur í sama streng. Hún seg­ir fyr­ir­tækið í fram­hald­inu ætla að skoða hver áhrif úr­sk­urðar­ins séu ná­kvæm­lega. 

Kristján Þór Júlí­us­son, fyrsti þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is, Sjálf­stæðis­flokki, seg­ist mjög hissa. Hann hafi talið að fyrst ál­verið í Helgu­vík hafi ekki farið í slíkt ferli hlyti Bakki sömu ör­lög.

„Núna á ver­öld­in að snú­ast um það að nýta auðlind­ir lands­ins til verðmæta­sköp­un­ar. En stóra málið er viðhorf Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til nýt­ing­ar á auðlind­um lands­ins. Það er mjög ein­kenni­legt hvernig þessu verk­efni hef­ur reitt af í sam­skipt­um við iðnaðar- og um­hverf­is­ráðuneyti,“ seg­ir Kristján.

 Ekki sé samstaða inn­an þing­flokks Sam­fylk­ing­ar um hvernig eigi að fara að þess­um mál­um. „Það er greini­legt að þar eru átök inn­an­borðs. Á meðan þetta skýrist ekki er það veru­lega slæmt að mínu mati.“ 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert