Annríki er nú hjá flutningabílstjórum á Austurlandi. Verktakar eru að flytja búnað sinn af virkjanasvæðinu við Kárahnjúka og hreinsa þar til. Búnaðurinn er fluttur til Reyðarfjarðar þar sem hann bíður flutnings til annarra landa þar sem Impregilo er með verkefni.
Eimskip og undirverktakar eru með marga dráttarbíla í stöðugum ferðum frá Kárahnjúkum til Reyðarfjarðar. Áætlað er fara 600 ferðir í sumar. Hringrás flytur brotajárnið sömu leið en áætlað er að til falli um 5.000 tonn af járni sem flutt verður úr landi til endurvinnslu.