Árásarmanna enn leitað

Karl­maður sem var stung­inn í bakið með hnífi á horni Hverf­is­götu og Ing­ólfs­stræt­is í nótt er ekki lífs­hættu að sögn lög­reglu. Lög­regl­an leit­ar nú þriggja manna, sem tald­ir eru tengj­ast árás­inni.

Ekki hef­ur verið unnt að taka skýrslu af mann­in­um sem var stung­inn seg­ir lög­regla.

Hnífsstung­an varð með þeim hætti að tveir menn voru á gangi á Hverf­is­götu og urðu á vegi tveggja manna og einn­ar konu.  Að sögn lög­reglu lentu þeir í ein­hverj­um orðaskipt­um, sem endaði með því að ann­ar mann­anna var stung­inn í bakið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert