Árásarmanna enn leitað

Karlmaður sem var stunginn í bakið með hnífi á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis í nótt er ekki lífshættu að sögn lögreglu. Lögreglan leitar nú þriggja manna, sem taldir eru tengjast árásinni.

Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af manninum sem var stunginn segir lögregla.

Hnífsstungan varð með þeim hætti að tveir menn voru á gangi á Hverfisgötu og urðu á vegi tveggja manna og einnar konu.  Að sögn lögreglu lentu þeir í einhverjum orðaskiptum, sem endaði með því að annar mannanna var stunginn í bakið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka