Fáar þjóðir eiga slíkan auð

00:00
00:00

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði við inn­setn­ing­ar­at­höfn­ina í Alþing­is­hús­inu í dag, að fáar þjóðir eigi í fari sínu slík­an auð, sem Íslend­ing­ar búi yfir. Því sé eng­in ástæða til ör­vænta og grípa til örþrifaráða þótt á móti blási um skeið.

Ólaf­ur Ragn­ar sagði að þess­ar auðlind­ir væru einkum mennt­un þjóðar­inn­ar, grósku­rík menn­ing, fiski­stofn­arn­ir á heima­miðum Íslend­inga, bú­skap­ur í eig­in landi, ork­an í iðrum jarðar, tæra ís­lenska drykkjar­vatnið og óspillt nátt­úra lands­ins. Þess­ar auðlind­ir gerðu Íslend­ing­um alla vegi færi og leit­un væri að þjóð með jafn drjúg­an efnivið í fram­far­ir.

„Ísland hef­ur aldrei fyrr haft slíka kjör­stöðu í ver­öld­inni né búið að jafn öfl­ug­um auðlind­um. Hin nýja öld get­ur ótví­rætt orðið okk­ar besti tími. Á  þess­um vega­mót­um tek ég með gleði í hjarta og hóg­værð í huga á ný við embætti for­seta Íslands og heiti á lands­menn alla, fjær og nær, að taka hönd­um sam­an um heill ætt­j­arðar­inn­ar," sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son. 

Ræða Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar 

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff veifa til viðstaddra á …
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son og Dor­rit Moussai­eff veifa til viðstaddra á Aust­ur­velli eft­ir að Ólaf­ur Ragn­ar var sett­ur í embætti for­seta Íslands. mbl.is/​Frikki
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert