Forsetinn settur í embætti

Ólafur Ragnar Grímsson gengur ásamt eiginkonu sinni og embættismönnum til …
Ólafur Ragnar Grímsson gengur ásamt eiginkonu sinni og embættismönnum til Dómkirkjunnar. mbl.is/Frikki

Ólafur Ragnar Grímsson verður settur inn í embætti forseta Íslands í fjórða sinn í dag. Innsetningarathöfnin hófst með helgistund í Dómkirkjunni að viðstöddum ráðherrum og ríkisstjórn, fyrrverandi forseta, sendiherrum erlendra ríkja og æðstu embættismönnum þjóðarinnar. 

Athöfnin hófst með lúðrablæstri á Austurvelli kl. 15 en kl. 15:30 hófst helgistundin í dómkirkjunni þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti hugvekju.

Athöfn hefst í Alþingishúsinu klukkan 16 og sendir Ríkisútvarpið út beint frá athöfninni í sjónvarpi og útvarpi. Þá eru gjallarhorn við Alþingishúsið og Dómkirkjuna svo að þeir sem kunna að vera þar fyrir utan heyri það sem fram fer bæði í kirkju og þinghúsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka