Mokað úr Rangánum

Gríðargóð laxveiði er í Rangán­um þessa dag­ana. Fyr­ir há­degi í gær veidd­ust til að mynda 113 lax­ar í Ytri-Rangá. Veitt er á 18 stang­ir í ánni sem þýðir að rúm­lega sex lax­ar veidd­ust á hverja stöng á vakt­inni.

„Ytri-Rangá er kom­in yfir 2.000 laxa og var í 750 á sama tíma í fyrra, og þá varð met­veiði í ánni. Hvar end­ar þetta?“ spurði Stefán Sig­urðsson hjá Lax-á í gær. „Þetta er frá­bært. Það má segja að það sé lönd­un­ar­bið í Rangán­um. Í fyrra­dag veidd­ist 151 í þeirri ytri og það hafa veiðst um 100 á dag í báðum ánum síðustu vik­una.“

Stefán greindi einnig frá því að fjög­urra daga holl sem lauk veiðum í Víðidalsá í gær hefði veitt 120 laxa á átta stang­ir. Þá er Tungufljót í Bisk­upstung­um, þar sem veitt er á fjór­ar stang­ir, komið með á fimmta hundrað laxa. „Tungufljótið er ein besta veiðiá lands­ins í dag,“ sagði Stefán.

Nýj­ustu veiðitöl­ur í 25 helstu laxveiðiám lands­ins voru birt­ar á vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is, í gær. Þar sést frá­bær veiði síðustu vikna svart á hvítu. Tvær ár eru þegar komn­ar með yfir 2.000 laxa, Norðurá og Ytri-Rangá. Í Norðurá er veiðin þegar vel yfir meðaltali síðustu ára. Í Þverá-Kjar­rá veidd­ust yfir 500 lax­ar í vik­unni, og í Langá er veiðin ríf­lega þreföld miðað við sama tíma í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert