Spjöll unnin á gróðurreitum á Hellisheiði

Gróðurreitur sem hefur verið skemmdur.
Gróðurreitur sem hefur verið skemmdur.

Talsverðar skemmdir hafa verið unnar á gróðurreitum vísindamanna Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri á Hellisheiði. Þar er verið að rannsaka með hvaða hætti megi best endurheimta íslenskan fjallagróður með uppgræðslu.

Fram kemur á vef Orkuveitu Reykjavíkur, að þegar vísindamenn komu til starfa á fimmtudagsmorgun var búið að vinna spjöll á rannsóknarreitum, færa þá til og sparka þá út.

Orkuveitan segir, að gróðurreitirnir, sem verst urðu úti, séu austan Skarðsmýrarfjalls.

Vísindamenn starfandi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri hafa notið styrks Umhverfis- og orkurannsóknasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur til rannsókna á því hvernig best sé að endurheimta staðargróður þar sem rask er á heiðalöndum. Á Hellisheiði er að finna áratugagamla vegarslóða sem þjóna ekki lengur upphaflegum tilgangi sínum, malarnámur frá því þjóðvegir voru lagðir yfir heiðina auk þess sem virkjun jarðhitans þar hefur valdið jarðraski. Markmið rannsóknanna er að finna leiðir til flýta því að sá gróður sem náttúrulegur er á svæðinu, mosi, lyng og kjarr, nái fótfestu í sárunum.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka