Tafir í Netbönkum

Einkabanki Landsbankans og Netbanki Glitnis eru nú að hluta til óaðgengilegir vegna mikils álags. Samkvæmt upplýsingum þjónustuvers bankanna kom upp bilun í tölvukerfi Reiknisstofu bankanna sem rekin er til mikils álags. Mánaðarmót júlí og ágúst eru stærstu mánaðarmót ársins í bankaviðskiptum. 

Lokað hefur verið fyrir aðgang að rafrænum skjölum í Einkabankanum og einnig hafa orðið tafir á aðgangi með aðgangslyklum. Á aðgangssíðu Netbanka Glitnis segir að vegna tæknilegra vandamála megi búast við hægagangi í Netbankanum en að unnið  sé að viðgerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert