Töluverður erill var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt og mikið um ölvun. Að sögn lögreglu gekk þó allt vel fyrir sig og ekkert stórvægilegt kom upp. Húkkaraballið var haldið í gærkvöldi, en dagskrá Þjóðhátíðarinnar í Eyjum hefst formlega í dag.
Að sögn lögreglu er mikið af fólki komið til Eyja, og blíðviðri í bænum. Áætlað er að um 3000 manns séu þegar komnir en skipuleggjendur Þjóðhátíðar spá fleiri gestum í ár en nokkru sinni fyrr.
Einn Þjóðhátíðargestur var tekinn með 10 grömm af meintu maríjúana á leið í Herjólf í gærkvöldi.