Brosað út í annað á brúðkaupsdaginn

Þótt brúðkaup séu oft með hefðbundnu sniði færist það sífellt í aukanna að brúðhjón kjósi óvenjulegri athafnir. Það gerðu Hrafnkell Thorlacius og Bjarney Inga Sigurðardóttir sem létu gefa sig saman 19. júlí síðastliðinn.

Eftir að sýslumaður hafði gefið hjónin formlega saman var haldið til veislu þar sem hundrað gestir urðu vitni að annarri og óvenjulegri athöfn. Þar gaf vinur Bjarneyar Ingu og frændi Hrafnkells, Bragi Páll Sigurðarson, hjónin aftur saman. „Okkur fannst við hæfi að maðurinn sem kynnti okkur og er okkur báðum mjög kær myndi gefa okkur saman. Hann er sá eini sem þekkti okkur bæði áður en við byrjuðum saman," segir Bjarney Inga en þess má geta að Bragi Páll fékk aðkeypt prestréttindi frá „Kirkju lífsins" á netinu í afmælisgjöf eitt árið.

Tónlistin var einnig af óhefðbundnara laginu því brúðarmarsinum var skipt út fyrir tónlist úr Star Wars. „Mér finnst brúðarmarsinn ekki nógu fallegt lag. Ég valdi því hið klassísk lag, Star Wars theme. Upphafið á því er afar mikilfenglegt og auðvelt að ganga í takt við það," segir Bjarney Inga og Hrafnkell bætir við að gestirnir hefðu skemmt sér vel yfir þessari óvæntu uppákomu þótt eldri kynslóðin hefði kannski ekki áttað sig almennilega á þessum sérkennilega gjörningi.

„Við erum frekar ung að gifta okkur og við vildum hvorki hafa þessa stund dramatíska né alvarlega. Við vildum þess í stað búa til minningar sem kalla fram bros þegar þær rifjast upp." Þau létu ekki þar við sitja því í stað þess að skreyta brúðartetuna með hefðbundnum brúðhjónastyttum þá laumuðu hjónakornin Leiu prinsessu og Han Solo á topp tertunnar.

 Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert