Drullug upp fyrir hausa

Fylgihlutir líkt og ennisbönd missa fljótlega tilgang sinn í mýrarbolta.
Fylgihlutir líkt og ennisbönd missa fljótlega tilgang sinn í mýrarbolta. mbl.is/Sigurjón Sigurðsson

Hópur fólks hefur verið drullugur upp fyrir haus  í Tunguskógi í Skutulsfirði í dag. Annað hefði raunar verið óeðlilegt því þar stendur nú sem hæst keppni í mýrarbolta og þar þykja þeir standa sig best sem eru óhreinastir að leik loknum. 

Sautján karlalið og níu kvennalið voru skráð til leiks í mýrarboltanum og fóru undanrásir fram í dag en úrslitin verða á morgun og mótinu lýkur með veglegu lokahófi í Félagsheimilinu í Hnífsdal.

Ekki hafa borist nákvæm úrslit úr riðlakeppninni og tölfræði um spjöld og refsingar er einnig á reiki. Ný spjöld voru tekin í notkun í mótinu nú: gul, bleik og svört.  Gult spjald sýnir dómari leikmanni til viðvörunar fyrir gróft brot. Bleika spjaldið fær leikmaður sem meitt hefur annan leikmann og neyðist hann þá til að kyssa á bágtið. Svarta spjaldið fær sá leikmaður sem brýtur illa af sér með kýlingum, spörkum, grófu peysutogi eða niðurrifi aftan frá, rænir annan leikmann upplögðu marktækifæri eða svívirðir og niðurlægir dómara eða vallarstarfsmenn. Sá sem fær svarta spjaldið neyðist til að leika með hauspoka í 2 mínútur.

Mýrarboltinn er fyrir bæði kyn.
Mýrarboltinn er fyrir bæði kyn. mbl.is/Sigurjón
Hart barist í drullunni.
Hart barist í drullunni. mbl.is/Sigurjón Sigurðsson
Það eru ýmis brögð leyfð í mýrarbolta, sem ekki sjást …
Það eru ýmis brögð leyfð í mýrarbolta, sem ekki sjást í öðrum íþróttagreinum. mbl.is/Sigurjón Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka