Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrú Dorrit Moussaieff heimsækja um hádegið í dag Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið er í Þorlákshöfn. Talið er að um tíu þúsund gestir séu á mótinu, sem sett var í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni.
Aldrei hafa verið fleiri gestir á unglingalandsmótinu, og keppendur eru einnig fleiri en áður, eða alls um 1.300.
Í kvöld verður kveikt í myndarlegum bálkesti á mótssvæðinu.