Hátíðir fóru vel fram

Góð stemmning var á Ráðhústorginu á Akureyri í sólskininu í …
Góð stemmning var á Ráðhústorginu á Akureyri í sólskininu í gær. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Stærstu út­i­hátíðirnar, sem hóf­ust í gær, fóru vel fram í gærkvöldi og nótt. Að sögn lögregl­unnar í Vestm­annaey­jum komu upp tvö fíkn­iefna­mál í Her­jólf­sd­al. Lögregl­an á Aku­r­ey­ri seg­ir, að allt hafi gengið þar óha­ppa­la­ust þótt mikill mannf­jöldi væri í bænum og eng­in sérst­ök mál komu til hennar kasta.

Að sögn lögregl­unnar í Vestm­annaey­jum voru fíkn­iefna­málin sm­ávæg­ileg en lagt hafi verið hald á ney­sluska­mm­ta. Einn gisti fang­agey­m­s­lur vegna ós­pekta. Talsverður er­ill var í Her­jólf­sd­al en lögregla seg­ir að hann hafi verið meiri en við mátti bú­ast. Áætlað er að yfir 10 þúsund manns hafi verið í da­lnum í gærkvöldi. Veður var afar gott í nótt.

Þétt bí­lau­m­f­erð var til Aku­r­ey­rar síðdegis í gær og fram á nótt en ekk­ert óha­pp varð þótt all­m­ar­g­ir hafi ekið of hratt að mati lögreglu. Lögregl­an seg­ir, að góður andi hafi verið í miðbænum í nótt enda sýndi veðrið á sér sínar bestu hliðar.

Eng­in sérst­ök mál komu til kasta lögreglu í Nes­kaupstað þar sem Neist­afl­ug er ha­ld­in. Lögregla seg­ir að talsvert af fó­lki sé í bænum en þó hafi oft verið fleira um verslunarm­anna­helgi. 

Mikill er­ill var hjá lögregl­unni í Rey­kj­avík í gærkvöldi og nótt. Fimm gistu í fang­agey­m­s­lum lögregl­unnar í mor­g­un. Sex voru stöðvaðir, gr­unaðir um ölvun við akst­ur.

Eitt líkams­árás­ar­m­ál kom upp á krá í miðbor­ginni en þar sló maður ann­an mann með gl­asi í andlitið og ska­rst við það á hendi.

Á Suðurnes­jum voru tveir öku­m­enn  stöðvaðir í kvöld gr­unaðir um akst­ur undir áhrifum fíkn­iefna.  Í nótt var einn ökumaður kærður fy­r­ir of hraðan akst­ur á Rey­kj­anesbr­aut þar sem hann ók á 116 km hraða.  Þá var ung­ur ökumaður stöðvaður á bif­reið í Rey­kj­anesbæ sem ekki var kominn með öku­rétt­indi. Einn var í fang­agey­m­s­lu í mor­g­un vegna ölvunar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert