Heilsuspillandi kennslustofur

Mörg börn hafa fundið fyrir óþægindum eftir dvöl í heilsuspillandi bráðabirgðakennslustofum við Korpuskóla, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins.Haft var eftir Torfa Markússyni, fulltrúa í foreldraráði, að úttekt sýni að húsnæðið sé mjög mengað.

Sjónvarpið sagði, að heilsuspillandi bráðabirgðakennslustofur hafi verið notaðar við Korpuskóla síðan árið 2005. Foreldrar krefjast þess að skúrarnir verði fjarlægðir hið fyrsta. Lungnasérfræðingur telur að börn og starfsfólk sem hafi fundið fyrir óþægindum þurfi að gangast undir læknisrannsókn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert