Heilsuspillandi kennslustofur

Mörg börn hafa fundið fyr­ir óþæg­ind­um eft­ir dvöl í heilsu­spill­andi bráðabirgðakennslu­stof­um við Korpu­skóla, að því er kom fram í frétt­um Sjón­varps­ins.Haft var eft­ir Torfa Markús­syni, full­trúa í for­eldr­aráði, að út­tekt sýni að hús­næðið sé mjög mengað.

Sjón­varpið sagði, að heilsu­spill­andi bráðabirgðakennslu­stof­ur hafi verið notaðar við Korpu­skóla síðan árið 2005. For­eldr­ar krefjast þess að skúr­arn­ir verði fjar­lægðir hið fyrsta. Lungna­sér­fræðing­ur tel­ur að börn og starfs­fólk sem hafi fundið fyr­ir óþæg­ind­um þurfi að gang­ast und­ir lækn­is­rann­sókn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert