Hornsteininum ekki stjórnað af Borgarbyggð

Meiri­hluta­stjórn Spari­sjóðs Mýra­sýslu (SPM) fer í hend­ur Kaupþings, skv. til­lögu stjórn­ar sjóðsins um stofn­fjáraukn­ingu. Til­lag­an verður lögð fram 15. ág­úst. Eft­ir aukn­ing­una verður Kaupþing 70% eig­andi með 1.750 millj­ón­ir, aðrir fjár­fest­ar 10% eig­end­ur og Borg­ar­byggð, sem hingað til hef­ur átt sjóðinn að fullu, með um 20% stofn­fjár. Sjóður­inn er því met­inn á um 2,5 millj­arða og hef­ur eigna­safn hans rýrnað mikið frá því í fyrra.

Ljóst er að óánægja er með þetta í Borg­ar­byggð, enda ekki langt síðan SPM var álit­inn með sterk­ari spari­sjóðum. „Kjör­orðið hef­ur til þessa verið „Horn­steinn í héraði“ og hann hef­ur staðið und­ir því. Þetta er því alls eng­in óskastaða,“ seg­ir Björn Bjarki Þor­steins­son, for­seti sveit­ar­stjórn­ar. Nú er spurn­ing hvort á löngu líður áður en SPM renn­ur al­farið inn í bank­ann. Um það ræður sveit­ar­fé­lagið engu eft­ir þetta en Björn Bjarki seg­ir Kaupþing þó skilja sam­fé­lags­legt hlut­verk SPM.

Hann fæst ekki til að segja að SPM hafi í raun verið orðinn gjaldþrota en hins veg­ar segi það sig sjálft að staðan sé ekki góð þegar koma þurfi inn með tveggja millj­arða stofn­fé til viðbót­ar. Borg­ar­byggð velt­ir tveim­ur millj­örðum ár­lega. Ekki er talið rétt­læt­an­legt að hún taki lán til stofn­fjáraukn­ing­ar.

Rætt um sölu sjóðsins í fyrra

Snorri Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri hjá Land­búnaðar­há­skóla Íslands á Hvann­eyri og íbúi í Borg­ar­byggð, seg­ir gær­dag­inn svart­an dag fyr­ir Borg­f­irðinga. Hann var einn þeirra sem töldu í fyrra rétt að selja sjóðinn. „Í fljótu bragði sér maður ekki að þeir pen­ing­ar sem hefðu feng­ist þá muni skila sér til íbú­anna úr þessu,“ seg­ir Snorri. Sveit­ar­fé­lagið sé fá­mennt og sal­an hefði getað skipt miklu fyr­ir hvert manns­barn þar á sín­um tíma.

Svein­björn Eyj­ólfs­son, odd­viti fram­sókn­ar­manna í minni­hluta sveit­ar­stjórn­ar, seg­ist sleg­inn yfir þróun mála. Hann hafi ekki alltaf verið sam­mála meiri­hlut­an­um um mál­efni SPM en kveðst held­ur ekki hafa haft þær töfra­lausn­ir sem hefðu getað skilað ann­arri niður­stöðu. Stjórn­mála­mönn­um hafi ekki dottið í hug af fullri al­vöru að selja. „Þetta verður áfram Spari­sjóður Mýra­sýslu í ein­hverja daga, mánuði eða ár,“ seg­ir hann. Reynsl­an sýni svo hversu vel sjóður­inn sinni heima­byggð sinni hér eft­ir. Ekki þurfi að setja horn­in und­ir eins í Kaupþing.

Í hnot­skurn

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka