Hús Listaháskóla fer yfir leyfileg mörk

Verðlaunatillagan að húsi Listaháskólans.
Verðlaunatillagan að húsi Listaháskólans.

Samkvæmt verðlaunatillögu +Arkitekta að nýju húsi fyrir Listaháskóla Íslands við Laugaveg er gert ráð fyrir 10.513 fermetrum ofanjarðar sem er rúmlega 2.000 fermetrum meira en leyfilegt er samkvæmt skipulagi.

Verðlaunatillagan er unnin á þeim forsendum að núgildandi deiliskipulag á svæðinu gefi leyfi til byggingarmagns sem svari til 14.511 fermetra, þar af 8.329 ofanjarðar, samkvæmt tölum frá eignarhaldsfélaginu Samson sem er eigandi reitsins ásamt Landsbankanum.

4.234 fermetrar eiga að vera neðanjarðar en í heildina á byggingin að vera 14.747 fermetrar sem er lítillega yfir leyfilegu byggingarmagni á reitnum. Segja má að ríflega 2.000 fermetrar hafi því verið færðir upp á yfirborðið.

Aðrar tölur hjá Borgarskipulagi

Hjá Borgarskipulagi Reykjavíkurborgar fengust aðrar tölur um leyfilegt byggingarmagn á reitnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Kjarval, arkitekt og umsjónarmanni deiliskipulags miðborgarinnar hjá Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar, er hægt að teygja deiliskipulag á svæðinu upp í 8.000 fermetra.

Sé tekið mið af auknu byggingarmagni neðanjarðar, halla svæðisins og stöðum innan hússins, sem samkvæmt áætlunum byggjenda þurfi ekki sólar með, sé hins vegar hægt að teygja byggingarmagn upp í 10.000 fermetra, enda liggi þá viðkomandi bygging að háum gafli austan við húsið sem nú hýsir Regnbogann. Á tölum eigenda reitsins og borgarskipulags munar því 4.511 fermetrum. trhe@mbl.is

Í hnotskurn
» Gagnrýnisraddir meðal arkitekta lúta einkum að umfangi byggingarinnar.
» Rektor Listaháskólans segir að ef kippt verði í undirstöður verksins þá hrynji það en hægt sé að laga útfærsluna að hugmyndum skipulagsráðs.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert