Húsvíkingar reiðir

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir mikla reiði meðal íbúa Húsavíkur vegna ákvörðunar Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, um að láta meta umhverfisáhrif á fyrirhuguðu álveri á Bakka og raforkuframkvæmdir því tengdu sameiginlega.

Aðalsteinn sagði í þættinum Í vikulokin í Útvarpinu, að Húsvíkingar líki þessari ákvörðun við stungu í bakið enda hafi heimamenn unnið með stjórnvöldum að málinu. Sagðist Aðalsteinn sjá fyrir sér að álversframkvæmdum  seinki um marga mánuði vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert