Húsvíkingar reiðir

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir mikla reiði meðal íbúa Húsavíkur vegna ákvörðunar Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, um að láta meta umhverfisáhrif á fyrirhuguðu álveri á Bakka og raforkuframkvæmdir því tengdu sameiginlega.

Aðalsteinn sagði í þættinum Í vikulokin í Útvarpinu, að Húsvíkingar líki þessari ákvörðun við stungu í bakið enda hafi heimamenn unnið með stjórnvöldum að málinu. Sagðist Aðalsteinn sjá fyrir sér að álversframkvæmdum  seinki um marga mánuði vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka