Óhaggaður stuðningur

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Dagur

„Þetta mun ekki breyta þeirri staðreynd að stuðningur ríkisstjórnarinn við þessa framkvæmd er óhaggaður,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um þann úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra að þær fjórar framkvæmdir sem tengjast byggingu álvers á Bakka við Húsavík fari í heildstætt umhverfismat. „Þetta mun ekki seinka því að stóriðja rísi á Bakka um einn einasta dag.“

Óþægileg stefnubreyting

Svik við Þingeyinga

Össur vísar gagnrýni Valgerðar á bug. „.Þingmenn eins og aðrir verða að gera ráð fyrir því að heimildarákvæði í lögum kunni að verða nýtt eins og í þessu tilviki,“ segir hann.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hrósar Þórunni fyrir úrskurðinn. „Hvort Samfylkingin er að taka sig saman í andlitinu skal ósagt látið, en Þórunn ætlar greinilega ekki að láta sitt eftir liggja,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert