Rask á Alþingisreitnum

„Þegar við tókum upp steypuna var allt mjög raskað undir,“ segir Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur sem starfar að fornleifarannsóknum á Alþingisreitnum. Uppgröfturinn hafi þó gengið mjög vel, en hann hófst fyrir um tveimur vikum. Eru rannsakendur nú rétt komnir undir hellurnar, snjóbræðslukerfið og malbikið. „Við erum að sjá hvernig þetta liggur og hvernig þetta tengist, þannig að við erum byrjuð á sjálfri fornleifavinnunni,“ útskýrir Vala og áætlar að þau eigi enn eftir að grafa um 1-1,5 metra niður.

Strax farin að finna mannvirki

Vala segir hópinn þegar kominn niður á gamlar veggjahleðslur. Hún telur hugsanlegt að þar séu á ferðinni íveruhús kaðlara og smiðja, en leggur áherslu á að staðfesting fáist ekki strax. „Það var kaðlagerð hérna rétt hjá og bústaður kaðlarans á að hafa verið á þessum reit,“ segir Vala, en þessar byggingar voru reistar á tímum innréttinganna, eftir miðbik 18. aldar. Þá hafi þau fundið hringlaga strúktúr sem enn sé ekkert vitað um, en gæti einnig verið eftir byggingu.

Reiturinn sem nú er grafið á er hinn svokallaði norðausturhluti, næst Aðalstræti. Fyrirtækið Ljósleiðir ehf. hreppti verkið eftir útboð Ríkiskaupa og er kostnaður áætlaður um 164 milljónir. Verklok eru í nóvember 2009. andresth@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert