Vatni hellt í Vatnaskógi

mbl.is/HAG

Um sex hundruð manns eru nú saman komnir á Sæludögum í Vatnaskógi, er búist við fleirum eftir því sem líður á daginn. Hátíðin var formlega sett í gær með því að vatni og skógi - laufblöðum úr skóginum - var hellt yfir Ársæl Aðalbergsson, framkvæmdastjóra Vatnaskógar.

Mikil dagskrá er framundan á Sæludögum, m.a. kappróður, koddaslagur, hæfileikasýning barna, knattspyrna, íþróttakeppni, spurningakeppni, kvöldvökur og margt margt fleira. Í kvöld eru svo stórtónleikar þar sem meðal annars koma fram sjálfur Bubbi Morthens og Pétur Ben.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert