Fannst heill á húfi

Hrafntinnusker.
Hrafntinnusker. mbl.is/RAX

Er­lend­ur ferðamaður, sem leitað var að í nótt í ná­grenni við Land­manna­laug­ar, fannst laust fyr­ir klukk­an 7 í morg­un. Var hann þá orðinn kald­ur en að öðru leyti við góða heilsu. Einnig var leitað í nótt að átta kon­um, sem voru á göngu við Sveinstind en þær skiluðu sér ekki í náttstað á til­sett­um tíma. Kon­urn­ar fund­ust fljót­lega og ekk­ert amaði að þeim.

Um var að ræða Hol­lend­ing á miðjum aldri, sem ætlaði í gær að ganga á milli Land­manna­lauga og Hrafntinnu­skers en kom ekki þangað á til­sett­um tíma. Leit hófst um klukk­an 22 í gær­kvöldi og voru alls um 60 manns frá 10 björg­un­ar­sveit­um send­ir til leit­ar en talið var að maður­inn væri illa bú­inn. Leit­ar­menn voru á sér­út­bún­um jepp­um og fjór­hjól­um og á belta­bíl. Þá tók þyrla Land­helg­is­gæsl­un­ar þátt í leit­inni und­ir morg­un.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Hvols­velli fannst maður­inn laust fyr­ir klukk­an sjö við Blá­hnúk skammt frá Land­manna­laug­um. Hafði hann þá villst í þoku.  Verið er að flytja hann í Hrafntinnu­sker og þaðan til byggða.

Ein átta manna sveit var á sama tíma að leita við Sveinstind vest­an Vatna­jök­uls að átta manna göngu­hópi. Hóp­ur­inn fannst fljót­lega og amaði ekk­ert að en fólk­inu hafði sóst gang­an hæg­ar en bú­ist var við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert