Metfjöldi á þjóðhátíð

Úr Herjólfsdal um helgina.
Úr Herjólfsdal um helgina.

Enn eru gestir að mæta á þjóðhátíðina í Eyjum, og telja skipuleggjendur hana orðna þá fjölmennustu sem haldin hefur verið. Nóttin í nótt var „öllu erfiðari“ en í fyrrinótt, en þó gekk allt stóráfallalaust, segir framkvæmdastjóri þjóðhátíðarnefndar.

Ekki hefur verið hægt að fljúga til Eyja í morgun, en nú undir hádegið er að birta til og þá hefst flug um leið og fært verður, segir Tryggvi Már Sæmundsson, framkvæmdastjóri nefndarinnar. Einnig koma gestir í dag með Herjólfi.

Tryggvi segir að nú sé gist í tjöldum víðar en áður hafi verið á hátíðinni, og fleiri gestir séu í heimahúsum. Skipuleggjendur telji þó sýnt, að nú stefni í metfjölda gesta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert