17 fíkniefnamál á þjóðhátíð

Úr Herjólfsdal um helgina.
Úr Herjólfsdal um helgina.

Alls komu upp sautján fíkniefnamál á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum í ár, að því er lögreglan greinir frá. Er þetta mun minna af málum en á hátíðinni 2005, þegar upp kom á fimmta tug mála. Mikil áhersla var lögð á eftirlit með fíkniefnaneyslu á hátíðinni að þessu sinni.

Nú var um að ræða amfetamín, kókaín, kannabis og sýru, en efnin fundust bæði á fólki og einnig á víðavangi þar sem neytendur höfðu kastað þeim frá sér, er þeir urðu varir við lögreglu.

Á samráðsfundi lögreglustjóra með fulltrúum gæslu, mótshaldara og sálgæslu kom fram að  þjóðhátíð 2008 hafi gengið vel og fá mál komið upp miðað við að hér var um stærstu hátíð sem haldin hefur verið.

Áætlað er að um eða  yfir þrettán þúsund manns hafi verið á hátíðarsvæðinu í brekkusöngum í gærkvöldi og að honum loknum voru tendruð 134 rauð blys sem lýstu upp Herjólfsdal, eitt fyrir hvert ár sem þjóðhátíð hefur verið haldin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert